Fréttir

30. apríl 2019

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn föstudaginn 3 maí 2019 kl. 17:00 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.

Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn kosnir af sjóðfélögum. Að þessu sinni verður kosið um þrjá aðalmenn og einn varamann. Tveir varamenn verða kosnir til þriggja ára og einn aðalmaður til tveggja ára. Þá verður einn varamaður kosinn til þriggja ára.

Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Þrjú framboð bárust, tvö til þriggja ára og eitt til tveggja ára og er því sjálfkjörið í aðalstjórn.

Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 3. maí 2019:

  • Atli Atlason (til þriggja ára)
  • Þórir Óskarsson (til þriggja ára)
  • Una Eyþórsdóttir (til tveggja ára)

Kynning á frambjóðendum

Atli Atlason f. 1966

Deildarstjóri kjaradeildar hjá Landspítala. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1986 og Cand. oecon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1992. Starfaði sem forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fiskistofu 1992-1999, forstöðumaður starfmannahalds Búnaðarbankans 1999-2003, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbanka Íslands hf. 2003-2008, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans 2008-2010 og deildarstjóri kjaradeildar hjá Reykjavíkurborg 2012-2018. Hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá október 2009, sem varaformaður stjórnar frá maí 2011 og formaður stjórnar frá febrúar 2013.

Una Eyþórsdóttir f. 1955

Mannauðsstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2011. Hún er viðskiptafræðingur MBA frá Háskóla Íslands 2002 og MS í mannauðsstjórnun frá sama skóla 2011. Starfaði hjá Icelandair frá 1975 til 2008 lengst af sem starfsmannastjóri í framkvæmdastjórn, forstöðumaður starfsþróunar og deildarstjóri notendasviðs tölvudeildar. Una stofnaði og rak Ferðaskóla Flugleiða sem var viðurkenndur alþjóðlegur ferðaskóli sem starfaði í 10 ár. Hún hefur starfað við ráðgjöf í mannauðsmálum og við kennslu. Una hefur sótt námskeið um ábyrgð og árangur stjórnarmanna hjá HR. Hún hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2011.

Þórir Óskarsson f. 1976

Tryggingastærðfræðingur Vátryggingafélags Íslands hf. frá maí 2018, þar áður forstöðumaður áhættustýringar. Lauk B.Sc prófi í stærðfræði frá HÍ árið 2000 og stundaði nám í tryggingastærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 2003 til 2006 og lauk Cand. Act. prófi þaðan haustið 2006. Hann hlaut viðurkenningu FME sem tryggingastærðfræðingur 5. janúar 2009 og var sá fyrsti í 10 ár til að hljóta þá viðurkenningu. Starfaði sem tryggingastærðfræðingur hjá dönsku tryggingafélagi 2006-2009. Í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá október 2009 auk þess að sitja í endurskoðunarnefnd sjóðsins, formaður nefndarinnar frá 2011.