Fréttir

30. desember 2010

Fjárfestingarstefna Íslenska lífeyrissjóðsins 2011

Um áramótin taka gildi nýjar fjárfestingarstefnur hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Að þessu sinni eru litlar breytingar frá fjárfestingarstefnu fyrra árs.

Helstu breytingarnar eru þær að vægi skuldabréfa, sérstaklega ríkistryggðra bréfa er aukið.

Eignaflokkarnir Framsæknar fjárfestingar innlendar og Framsæknar fjárfestingar erlendar sameinast í einn fjárfestingaflokk, Framsæknar fjárfestingar.

Eignaflokknum Hlutabréf er síðan skipt í tvo undirflokka, Innlend hlutabréf og Erlend hlutabréf. Ástæður þessarar breytingar eru þær að vægi innlendra hlutabréfa í eigu sjóðsins hefur farið vaxandi á árinu 2010 og búast má við að innlendur hlutabréfamarkaður taki við sér 2011. Þess vegna er talið rétt að innlend hlutabréf séu sér eignaliður.

Ekki eru gerðar neinar breytingar á LÍF IV, en fjárfestingarstefna hennar er 100% innlend ríkisskuldabréf.

Nánari upplýsingar um Íslenska lífeyrissjóðinn veita fjármálaráðgjafar í síma 410 4040, Ráðgjafa- og þjónustuver í síma 410 4000 og ráðgjafar í útibúum Landsbankans.

Stefna 2011