Fréttir

24. nóvember 2010

Breytingar á stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins

Snorri G. Steinsson sem verið hefur varamaður í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að segja af sér sem varamaður stjórnar í kjölfar skipulagsbreytinga hjá NBI hf.  En talið var að hætta gæti skapast á hagsmunaárekstrum í starfi Snorra sem fluttist eftir skipulagsbreytingarnar yfir á Eignastýringarsvið NBI hf. en Eignastýringarsvið NBI hefur einmitt séð um rekstur og eignastýringu fyrir Íslenska Lífeyrissjóðinn undanfarin ár.

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins þakkar Snorra fyrir vel unnin störf.