Fréttir

9. júlí 2010

Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins fyrri hluta árs 2010

Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins var góð á fyrri hluta ársins 2010. Allar séreignaleiðir sjóðsins hækkuðu verulega á tímabilinu.

Hérna má sjá ávöxtun frá áramótum til 30.6.2010 og tímabilið 30.6.2009 til 30.6.2010

Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins

 
Fyrstu 6 mánuðir ársins
Síðustu 12 mánuðir
Deildir Nafnávöxtun Raunávöxtun Nafnávöxtun Raunávöxtun
Líf I
5,09%
2,47%
15,8%
7,7%
Líf II
5,42%
2,80%
15,2%
7,2%
Líf III
6,38%
3,73%
16,5%
8,3%
Líf IV
9,05%
6,34%
21,1%
12,6%
Samtrygging
3,33%
0,76%
9,5%
1,8%

Uppgjörsaðferð Íslenska lífeyrissjóðsins er misjöfn eftir því hvort um er að ræða séreign eða samtryggingu. Þannig er ávöxtun LÍF I-IV, sem eru séreignadeildir, reiknuð út frá virði undirliggjandi verðbréfa sjóðsins og því hefur hækkun/lækkun á verði bréfa strax áhrif á ávöxtunina. Samtryggingin er frábrugðin að því leyti að skuldabréf sjóðsins eru reiknuð út frá kaupkröfu og því hafa sveiflur í gengi skuldabréfa á markaði engin áhrif. Þessar mismunandi uppgjörsaðferðir skýra að mestu leyti muninn á ávöxtun séreignadeildar (Líf I-IV) og samtryggingar, því fjárfestingarstefna samtryggingar er sú sama og LÍF II.

Ávöxtun eigna

Einna helst er það góð ávöxtun ríkisskuldabréfa sem hefur áhrif á jákvæða ávöxtun sjóðsins. Allir helstu flokkar ríkistryggðra skuldabréfa hækkuðu mikið í verði á tímabilinu. Skýrist það helst af þeim fáu fjárfestingarkostum sem í boði eru. Þannig hækkaði 5 ára vísitala óverðtryggðra skuldabréfa um 14,5% á fyrri hluta árs en 5 ára verðtryggða vísitalan hækkaði um 5,1%. Allar ávöxtunarleiðir Íslenska lífeyrissjóðsins eiga talvert mikið af ríkistryggðum skuldabréfum, sérstaklega LÍF IV, þar sem fjárfestingarstefnunni var breytt í 100% ríkistryggð verðbréf um síðustu áramót.

Erlend hlutabréf lækkuðu á tímabilinu. Þannig lækkaði MSCI heimsvísitala hlutabréfa um tæp 9% fyrri helming árs 2010. Framanaf árinu hækkuð erlend hlutabréf talsvert í verði en lækkuð svo verulega á öðrum ársfjórðungi og var það helst ótti fjárfesta við efnahagsástand nokkurra skuldsettustu ríkja Evrópu - Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands - sem orsakaði lækkunina á mörkuðum.

Litlar breytingar urðu á virði fyrirtækjabréfa en markmiðið er sem áður að ástunda varfærni í mati á virði þeirra bréfa.

Innlánsvextir banka hafa farið lækkandi á árinu samhliða stýrivaxtalækkunum Seðlabankans, en sjóðurinn hefur markvisst verið að minnka vægi innlána. Vandasamt er að spá fyrir um þá þróun á seinni hluta ársins.

Samkvæmt yfirlýsingum Seðlabankans er stefnt að því að létta á gjaldeyrishöftunum í haust. Búast má við að samhliða verði einhver flutningur á fjármunum yfir í erlendar fjárfestingar. Fram að þeim tíma má gera ráð fyrir að verð innlendra skuldabréfa haldist hátt þar sem fjárfestingarkostir eru af skornum skammti. Búast má við að Seðlabankinn haldi áfram á sömu braut og lækki vexti á seinni hluta árs.