Fréttir

4. júní 2010

Kaup Íslenska lífeyrissjóðsins á skuldabréfum í eigu Seðlabanka Íslands

Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt að 26 lífeyrissjóðir hefðu keypt verðtryggð íbúðabréf af Seðlabanka Íslands fyrir 88 ma.kr.  Skuldabréfin voru keypt á ávöxtunarkröfunni 7,2% sem er talsvert hærri ávöxtunarkrafa en er á markaði í dag.  Þær kvaðir fylgdu samningnum að greiða þarf fyrir bréfin með evrum og því þurfa lífeyrissjóðirnir að selja erlendar eignir á móti.

Íslenski lífeyrissjóðurinn var aðili að þessum viðskiptum og keypti skuldabréf fyrir andvirði 1 ma.kr. sem er um það bil 3,5% af eignum sjóðsins, á móti verða seldar erlendar eignir s.s. skuldabréf og hlutabréf.

Fréttatilkynning frá Landssamtökum lífeyrissjóða