Fréttir

19. maí 2010

Tillaga að ályktun fyrir ársfund

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins leggur fram eftirfarandi tillögu að ályktun fyrir ársfund sjóðsins 26. maí 2010.

„Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins felur stjórn sjóðsins að kanna  framtíðarfyrirkomulag við rekstur sjóðsins, með það fyrir augum að tryggja sjálfstæði hans, hagkvæmni í rekstri og sem besta þjónustu við sjóðsfélaga. Stjórn sjóðsins skal gefa skýrslu um niðurstöður þessa starfs á næsta ársfundi hans."