Fréttir

25. mars 2010

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 26. maí kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica, sal A.

Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum.

Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Kynning á ársreikningi
 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
 4. Gerð grein fyrir fjárfestingastefnu sjóðsins
 5. Kosning aðal- og varamanna í stjórn
 6. Kosning endurskoðanda
 7. Tillögur um breytingar á samþykktum
 8. Laun stjórnarmanna
 9. Önnur mál
 • Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins þurfa að berast stjórn sjóðsins með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund.
 • Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins með skriflegum hætti viku fyrir ársfund.
 • Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar sjóðsins viku fyrir ársfund.

Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík.