Séreignarleið - Leið III

Séreignarleið (Leið III) hentar þér ef þú vilt leggja áherslu á að sem mest af séreign þinni erfist. Frjáls séreign og bundin séreign erfast, en samtrygging erfist ekki.

Hentar þér ef þú vilt leggja áherslu á að sem mest af séreign þinni erfist. Frjáls séreign og bundin séreign erfast, en samtryggingin erfist ekki.


Útgreiðsla frjálsrar séreignar (3,04%) getur hafist við 60 ára aldur og er hún þá laus til útborgunar líkt og viðbótarlífeyrissparnaður. Greiðslur úr bundinni séreign (4,69%) getur hafist við 70 ára aldur. Greiðslur úr samtryggingu (4,27%) hefjast við 80 ára aldur og tryggja ævilangan ellilífeyri, sem og rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris. Sjóðfélagi sem tekur alla séreign út við 60 ára aldur þarf að hafa í huga að útgreiðsla úr samtryggingu getur ekki hafist fyrr en við 80 ára aldur.

Ef ekki er valin ákveðin fer sparnaðurinn sjálfkrafa í Blandaða leið (Leið I).