Blönduð leið - Leið I

Blönduð leið (Leið I) hentar þér ef þú vilt eiga möguleika á að njóta sparnaðarins snemma og ráðstafa honum sem mest sjálf/ur. Frjáls séreign erfist en samtryggingin erfist ekki.

Hentar þér ef þú vilt eiga möguleika á að njóta sparnaðarins snemma og ráðstafa honum sem mest sjálf/ur. Frjáls séreign erfist, en samtryggingin erfist ekki.


Útgreiðsla frjálsrar séreignar (4,01%) getur hafist við 60 ára aldur og er hún þá laus til útborgunar líkt og viðbótarlífeyrissparnaður. Greiðslur úr samtryggingu (7,99%) getur hafist við 70 ára aldur og tryggja ævilangan ellilífeyri frá 70 ára aldri, sem og rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris. Sjóðfélagi sem tekur alla séreign út við 60 ára aldur þarf að hafa í huga að útgreiðsla úr samtryggingu getur ekki hafist fyrr en við 70 ára aldur.

Ef Blönduð leið (Leið I) er valin er unnt að flýta töku ellilífeyris úr samtryggingu frá og með 65 ára aldri og lækka þá mánaðarlegar greiðslur í takt við það þar sem greiðslur dreifast yfir lengri tíma.

Ef ekki er valin útgreiðsluleið fer sparnaðurinn sjálfkrafa í Blandaða leið (Leið I). 
Einnig er hægt að velja Séreignarleið (Leið III).