Útgreiðsla úr frjálsri séreign

Útgreiðsla vegna aldurs

Frjáls séreign er laus til útborgunar við 60 ára aldur.

Frá og með 1. janúar 2009 hefur úttekt á séreignarsparnaði ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun.

Útgreiðsla vegna örorku

Ef starfsgeta skerðist vegna örorku er viðbótarlífeyrissparnaður laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.

Með umsókn um útgreiðslu vegna örorku þarf að fylgja afrit af örorkuskírteini frá Tryggingastofnun.

Sé inneign lægri en 944.957 kr.* er heimilt að greiða hana út í eingreiðslu vegna örorku.

*Miðað við vísitölu neysluverðs 1. jan 2009. Upphæð breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Útgreiðsla vegna fráfalls

Falli rétthafi frá áður en innstæða er að fullu greidd rennur hún til erfingja hans og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. 

Séreign er hjúskapareign og erfist að fullu skv. erfðalögum.

50% eignar telst hjúskapareign eftirlifandi maka (miðað við hjónaband) og 50% skiptist skv. reglum erfðalaga, þ.e. maki fær 1/3 og börn 2/3.

Til að fá séreign greidda út, þarf rétthafi að sækja um það skriflega, auk þess að leggja fram:

  • Erfðafjárskýrslu. 
  • Yfirlit yfir framvindu skipta. 
  • Óski börn eftirlifandi maka eftir að afsala sér hlut sínum má gera það skriflega.

Láti eigandi viðbótarlífeyrissparnaðar ekki eftir sig börn eða maka, skal innstæðan renna til dánarbús rétthafa án takmarkana.

Skattlagning

Greiddur er almennur tekjuskattur af viðbótarlífeyrissparnaði með sama hætti og af öðrum lífeyri þar sem framlag til lífeyrissparnaðar er frádráttarbært frá skatti.