Fyrirvarar

Upplýsingar sem birtar eru á vef Íslenska lífeyrissjóðsins eru fyrst og fremst birtar þar til kynningar á sjóðnum og ávöxtunarleiðum hans. Upplýsingarnar eru byggðar á heimildum sem lífeyrissjóðurinn telur áreiðanlegar á þeim tíma þegar þær eru birtar á vef sjóðsins. Íslenski lífeyrissjóðurinn ábyrgist þó ekki að þær séu allar réttar auk þess sem upplýsingarnar og forsendur þeirra geta breyst fyrirvaralaust án þess að vefurinn sé uppfærður samhliða. Íslenski lífeyrissjóðurinn ber því ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast beint eða óbeint af notkun á vef sjóðsins eða þeim upplýsingum sem þar eru birtar. Þá ber lífeyrissjóðurinn ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

Íslenski lífeyrissjóðurinn vekur athygli á því að öllum fjárfestingum fylgir fjárhagsleg áhætta, s.s. vegna breytilegs efnahagsumhverfis, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Lífeyrissjóðurinn ber ekki ábyrgð á viðskiptum sem eiga sér stað eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli efnis og upplýsinga á vef sjóðsins.

Íslenski lífeyrissjóðurinn á höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef sjóðsins, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki lífeyrissjóðsins þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef sjóðsins, dreifa þeim eða afrita þær. Hvorki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim.